Stafrænar lausnir fyrir stangveiði.
Angling iQ býður uppá stafrænar snjalllausnir fyrir einstaklinga og veiðiréttarhafa. Okkar markmið er að mæta þörfum allra veiðisvæða með framúrskarandi lausnum og þjónustu.Veiðibækur
Síðustu skráningar



Stafrænar lausnir fyrir þitt veiðisvæði.
Hafa sambandStafrænar veiðibækur.
Við höfum sérhannað hugbúnað fyrir spjaldtölvur sem leysir af hólmi handskrifuðu veiðibækurnar. Þar geta veiðimenn skoðað skráða fiska á auðveldan hátt, skoðað kort af veiðisvæðinu og margskonar tölfræði, allt í rauntíma.



Hægt er að skoða allar skráningar með ítarlegum upplýsingum.
Að skrá veiði gæti ekki verið einfaldara, jafnvel þótt þú þurfir að skrá marga fiska í einu.
Hægt er að skoða kort af veiðisvæðinu og fá nákvæma tölfræði fyrir hvern veiðistað.
Fylgstu með alls konar tölfræði fyrir veiðisvæðið þitt í rauntíma.
Hvergi hægt að geyma spjaldtölvu? Engar áhyggjur.
Ekki er alls staðar hægt að geyma spjaldtölvu. Við bjóðum uppá fjölbreyttar lausnir þegar kemur að skráningu í veiðibók.Angling iQ appið
Gefðu aðgang að skráningu í gegnum Angling iQ appið þannig að allir notendur Angling iQ geti skráð veiðina sína þar.
Skráningarhlekkir
Sendu út tímabundna skráningarhlekki sem gerir fólki kleift að skrá veiðina sína á þægilegan hátt án þess að þurfa að skrá sig inn í Angling iQ.
Opnir hlekkir
Gefðu aðgang að opnum skráningarhlekkjum sem gerir hverjum sem hefur aðgang að honum kleift að skrá sína fiska.
Full stjórn í gegnum vefumsjónarkerfið.
Með stafrænum veiðibókum fá veiðiréttarhafar aðgang að vefumsjónarkerfi þar sem þeir hafa fullan aðgang að öllum sínum veiðibókum, aðgangsstillingum og fleira.
Skráningar
Þú hefur fullan aðgang að skráningum í þínum veiðibókum.Tölfræði
Skoðaðu áhugaverða tölfræði úr veiðibókunum í rauntíma.Kort & veiðistaðir
Búðu til stafrænt kort af veiðisvæðinu þínu með lýsingu og myndum af veiðistöðum.Aðgangsstýring
Með vefumsjónarkerfinu getur þú stjórnað hvernig og hverjir hafa aðgang að skráningu í þínar veiðibækur.
Þín eigin veiðibók.
Sæktu Angling iQ appið í dag frítt og byrjaðu að skrá veiðina þína! Með appinu getur þú haldið utan um þína eigin veiðibók, skoðað stafrænar veiðibækur, kort af veiðisvæðum og svo margt fleira. Þú getur sótt það fyrir iOS og Android á App Store og Google Play.





Fylgstu með stafrænum veiðibókum í rauntíma og skráðu í þær í gegnum þinn eigin Angling iQ aðgang.
Skoðaðu rafræn veiðikort af uppáhalds veiðisvæðunumm þínum á Angling iQ.
Skráðu veiðina þína á þægilegan hátt og haltu utan um þína eigin veiðidagbók.
Skráðu veiðina þína með ítarlegum upplýsingum þar með sjálfkrafa veðurupplýsingum.
Skoðaðu flóð og fjöru á hvaða veiðisvæði sem er.